Skrá sig í WiFT
 • DIA_0384.jpg

  Fyrirlestur og stuttmyndanámskeið fyrir stúlkur

  Autosave-File vom d-lab2/3 der AgfaPhoto GmbHWift á Íslandi skipuleggur nú röð fyrirlestra og námskeið sem tengjast kvikmyndum og sjónvarpi. 
  Fyrsti fyrirlesturinn af þessu tagi frem fram í Miðstöð Skapandi Greina við Hlemm (Laugarvegi 105) og ber yfirskriftina „Youtube, þín eigin sjónvarpsstöð“ þar sem Marianna mun fjalla m.a. um notkunarmöguleika youtube,peningamódel og þau lykilatriði sem skipta máli í uppsetningu youtube síðu sem nær til fjöldans. 

  sjá meira

 • 10423635_770348266336308_6524593231037975027_n.jpg

  Ársgjald ákveðið á aðalfundi

  Aðalfundur Wift var haldinn á Hótel Öldu þann 20. nóvember síðastliðinn. Stjórn félagsins var endurkjörinn en formaður er Dögg Mósesdóttir og í stjórn eru Silja Hauksdóttir, Vera Sölvadóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Nýjir varamenn eru Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Eydís Eir Björnsdóttir.

  sjá meira

 • doris_header.gif

  Úrslit Doris Film

  Í vor efndi Wift og Doris Film á Íslandi til handritasamkeppni meðal kvenna. Doris film verkefnið er aðlögun að sænsku verkefni sem hófst árið 1999 og ól af sér níu stuttmyndir og kennsluefni um kynjahlutföll í kvikmyndum og nú liggja úrslit fyrir.

  sjá meira

 • fe97b81a8491f5e0f06ae52c4a1a1028.jpg

  Yfir hundrað sögur eftir konur

  Umsóknarfrestur fyrir handritasamkeppni Doris Film rann út 1.maí síðastliðinn en fresturinn var lengdur til 7.maí vegna fjölda fyrirspurna. Markmið samkeppninnar, sem er eftir sænskri fyrirmynd, er að framleiða stuttmyndir með konum í öllum lykilhlutverkum fyrir framan og aftan myndavélarnar. Stuttmyndirnar verða m.a. sendar á kvikmyndahátíðir og nýttar sem kennsluefni í myndlæsi þar sem rýnt verður í birtingarmynd kynjanna í kvikmyndamiðlinum. Mikill áhugi var fyrir keppninni og fjöldi umsókna fór fram úr björtustu vonum en alls bárust 102 umsóknir.

  sjá meira

 • women_film.jpg

  Velkomin á nýja heimasíðu Wift

  Nú þegar að ný heimasíða er komin í loftið stendur til að uppfæra félagatal Wift. Við viljum nú hvetja allar Wift konur til þess að skrá sig hér á síðunni. Skráningargjaldið er aðeins 1000 krónur og gengur upp í ársgjald Wift sem verður ákveðið á næsta aðalfundi. Allar skráðar félagskonur fá ítarlegan prófíl á heimasíðunni og verður getið í kynningarefni sem verður gefið út á árinu á vegum félagsins.  Skráðir meðlimir bætast á póstlista Wift og fá boð á viðburði, námskeið og annað sem Wift hefur upp á að bjóða.

  sjá meira

 • berlin2014.jpg

  Húrra fyrir Svíþjóð

  Um síðustu helgi sótti ég pallborðsumræður á vegum EWA (European womens audiovisual network) sem vöktu talsverða athygli á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum. Fjallað var um pallborðsumræðurnar á vefsíðu Hollywood reporter.

  sjá meira